Þessi fleyga setning hér að ofan heyrist oft á göngum Árvakurs og við hreykjum okkur af því að hér sé sannarlega gott að vinna. Það sýnir starfsaldur starfsmanna okkar glöggt, en hjá Árvakri eru fjöldamargir starfsmenn með yfir 30 ára starfsaldur. Við vitum hins vegar að uppistaðan í frábæru og metnaðarfullu fyrirtæki er fjölbreyttur hópur starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum. Við erum því alltaf að leita að góðu og hæfileikaríku starfsfólki, enda er fjárfesting í samkeppnishæfu og öflugu starfsfólki ein besta fjárfesting sem fyrirtæki gerir.