Það er gott að vinna hjá Árvakri!

Þessi fleyga setning hér að ofan heyrist oft á göngum Árvakurs og við hreykjum okkur af því að hér sé sannarlega gott að vinna. Það sýnir starfsaldur starfsmanna okkar glöggt, en hjá Árvakri eru fjöldamargir starfsmenn með yfir 30 ára starfsaldur. Við vitum hins vegar að uppistaðan í frábæru og metnaðarfullu fyrirtæki er fjölbreyttur hópur starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum. Við erum því alltaf að leita að góðu og hæfileikaríku starfsfólki, enda er fjárfesting í samkeppnishæfu og öflugu starfsfólki ein besta fjárfesting sem fyrirtæki gerir.

Vissir þú?

Mbl.is var fyrsti fréttavefurinn sem settur var í loftið á Íslandi, en það var 2. febrúar 1998. Þá þótti sæta tíðindum að fréttir birtust á mbl.is jafnóðum og þær voru skrifaðar. Frá fyrsta degi hefur mbl.is haldið forystu sinni sem mesta sótta vefsíða landsins.

Um Árvakur

Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913, Árvakur hf. festi kaup á blaðinu árið 1919 og hefur gefið blaðið út síðan. Á síðustu árum og áratugum hefur Árvakur dafnað og ásamt því að gefa út Morgunblaðið heldur Árvakur úti vinsælustu og öflugustu vefsíðu Íslands, mbl.is, rekur prentsmiðjuna Landsprent og heldur úti útvarpsstöðvunum K100 og Retro ásamt því eiga Eddu útgáfu.

  • Störf í boði
    • Árvakur
      • Engin laus störf

  • Árvakur hf. © 2017
  • Hádegismóum 2
  • 110 Reykjavík
  • Sími: 569 1100