Öflugur vefforritari

mbl.is leitar að öflugum vefforritara

 

Laus er staða vefforritara hjá mbl.is, mest sótta vef landsins.

Við leitum að einstaklingi sem:

 

  • hefur þekkingu á Python og reynslu af einhverju MVC-miðuðu vefkerfi, t.d. Django;
  • hefur reynslu af framendaforritun (HTML, CSS og Javascript);
  • er framsækin/n og tileinkar sér bestu mögulegu tækni hverju sinni og finnur nýjar og betri leiðir til að leysa verkefnin;
  • hefur gagnrýnið hugarfar, er sjálfstæð/ur og sýnir frumkvæði í vinnubrögðum;
  • hefur mikinn metnað fyrir smáatriðum í viðmóti, virkni og hönnun vefja;
  • er góð/ur í samskiptum og á auðvelt með að vinna í hópum.

 

Það er mikill kostur ef viðkomandi er hagvanur Linux og öðrum open-source hugbúnaði, s.s. Apache, PostgreSQL og Git. Þekking á Perl er einnig vel þegin.

Deila starfi
 
  • Árvakur hf. © 2017
  • Hádegismóum 2
  • 110 Reykjavík
  • Sími: 569 1100